Nýr Norðurturn er staðsettur við Smáralind í Kópavogi.
Almennt um Norðurturninn
Leigutakar í Norðurturninum eru:
Reginn atvinnuhúsnæði ehf: Þeir eru með 1. og 2.hæð hússins á svokallaðri heildsöluleigu og hafa endurleigt þær til Íslandsbanka (útibú), World Class, XO veitingarstað, Maikai og Sætar Syndir.
Íslandsbanki hf: Auk útibúsins á jarðhæð leigir Íslandsbanki hæðir 3. til og með hæð 9 undir höfuðstöðvar bankans og ERGO.
Annata ehf: Þeir leigja 10. hæð hússins.
Controlant hf: Þeir leigja 11. hæð hússins.
LS retail ehf: Þeir leigja hæðir 12 til og með hæð 15.
15 hæða hús
Norðurturninn er alls 15 hæðir, 12 skrifstofuhæðir, þar sem hver hæð er 926,7 birtir fm auk 234,4 fm hlutdeildar í sameign, samtals því um 1.161.,1 birtir fm auk 15. hæðar sem er 343,1 fm auk 87,1 fm hlutdeildar í sameign en hún er leigð út með 14. hæð hússins. Fyrsta og önnur hæð hússins eru leigðar út sem verslunar - og þjónusturými. Heildarflatarmál þeirra rýma er 2.674,2 birtir fm auk 677 fm hlutdeildar í sameign, samtals 3.351,2 fm. Auk þessu eru leigð út til einstakra leigutaka rými í kjallara og geymsla. Heildarflatarmál Norðurturnsins er 18.172 birtir fm.