Kynning

Norðurturninn er alls 15 hæðir, 12 skrifstofuhæðir, þar sem hver hæð er 926,7 birtir fm auk 234,4 fm hlutdeildar í sameign, samtals því um 1.161,1 birtir fm auk 15. hæðar sem er 343,1 fm auk 87,1 fm hlutdeildar í sameign en hún leigð út með 14. hæð hússins. 

Fyrsta og önnur hæð hússins er leigð sem verslunar - og þjónusturými sem leigð eru til Regins atvinnuhúsnæðis ehf sem endurleigir þau til endanlegra leigutaka.  Auk þessu eru leigð út til einstakra leigutaka rými í kjallara og geymsla.  Heildarflatarmál Norðurturnsins er því 18.171,5 birtir fm.

Í bílakjallara hússins er aðgangsstýrð hjólageymsla.  Búnings- og sturtuaðstaða er í kjallara þess.  

Húsnæðið allt er bjart og alls staðar opnanlegir gluggar og mikið lagt upp úr gæðum hita- og loftræstistýringa við hönnun hússin.

Gríðarmiklir kostir felast í miðlægri staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu og hve húsið er þekkt kennileiti. Benda má á mikilvægi um 554 beintengdra frírra bílastæða við húsið, mörg hver undir þaki, og sé þess óskað er hægt að leigja stæði í aðgangsstýrðum  bílakjallara.  Auk þeirra er mikill fjöldi gjaldfrjálsra bílastæða sem tengjast Smáralindinni.

Þá má einnig benda á kosti hinnar fjölbreyttu þjónustu sem er í verslunarmiðstöðinni og nálægum þjónustu- og verslunarkjörnum.

Samgöngur eru góðar á svæðinu og stutt í helstu umferðaræðar. Tíðar ferðir strætisvagna eru á svæðinu og góðar tengingar við skiptistöðvar strætó við Hamraborg og Mjódd. 

Tvær meginstofnæðar liggja sitt hvoru megin við Norðurtuninn og tengingar frá Norðurturninum inn á þær mjög góðar. 

Tíðar ferðir strætisvagna eru á svæðinu og góðar tengingar við skiptistöðvar strætó við Hamraborg og Mjódd.  Almenningssamgöngur munu styrkjast enn frekar samkvæmt áætlun um þróun höfuðborgarsvæðisins.

Norðurturninn er staðsettur á miðju höfuðborgarsvæðisins eins og sést á mynd.  Byggðaþróun mun styrkja kjarnann sem miðpunkt höfuðborgarsvæðisins (http//www.ssh.is/hofuðborgarsvaedid-204